Fara í efni

Flug hefst til Húsavíkur 2012

Ernir
Ernir

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Húsavíkur frá og með 12. apríl 2012. Flogið verður á Aðaldalsflugvöll þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga tvisvar á dag og eitt flug verður á sunnudögum. Einnig hafa verið búnir til dagsferðapakkar út frá Reykjavík í tengslum við flugið þar sem ferðamenn geta til að mynda farið í hvalaskoðun á Húsavík eða útsýnisferð um Mývatnssveit og svæði Norðausturlands. Í tilkynningu kemur fram að forsvarsmenn Ernis telja að mikil tækifæri felist í flugi til Húsavíkur bæði hvað varðar heimafólk og innlenda- sem erlenda ferðamenn. Sala á fluginu hefur verið setta í gang og hægt er að skoða áæltlun félagsins og aðrar upplýsingar varðandi flugið og ferðir sem boðnar eru á www.eagleair.is eða www.ernir.is .

Mynd: Jetstream 32 skrúfuþota Ernis sem tekur allt að 19 farþega. Á neðri myndinni sér yfir Aðaldalsflugvöll.