Fara í efni

Ferðamálaþing 2011 - samspil ferðaþjónustu og skapandi greina

SAFJRUR
SAFJRUR

Iðnaðarráðuneyti og Ferðamálastofa í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, Arkitektafélag Íslands, Byggðasafn Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslandsstofu bjóða til ferðamálaþings á Ísafirði 5-6 október 2011.  Meginþema þingsins er upplifun með áherslu á samspil ferðaþjónustu og skapandi greina. 

Eins og sjá má hér að neðan er dagskráin afar vönduð með fjölda áhugaverðra fyrirlestra. Þá verður haldin málstofa sem hugsuð er sem vettvangur skoðanaskipta um afmörkuð málefni sem varða ferðaþjónustu og skapandi greinar. Jafnframt verða afhent hvatningarverðlaun iðnaðarráðherra fyrir verkefni sem miða að samstarfi skapandi greina og ferðaþjónustu. Í lok fyrri ráðstefnudags er boðið upp á óvissu- og upplifunarferð og lýkur deginum með sameignlegum kvöldverði.

Skráning og bókanir
Skráning á ráðstefnuna, greiðsla skráningargjalds og bókun á gistingu er á vesturferdir.is. Hægt er að velja um annan daginn eða báða, með eða án kvöldverðar. Verð fyrir báða daga með kvöldverði er 13.000 kr á mann.

Bóknair í flug eru hjá Flugfélagi Íslands og vakin er athygli á tilboðsverð á flugi til 20. september, 18.740 kr á mann með sköttum. Fargjaldinu er eingöngu hægt að ganga frá hjá Hópadeild Flugfélags Íslands í síma 570-3075 virka dag milli kl. 09:00 og 16:00 eða senda e-mail hopadeild@flugfelag.is Fargjaldið greiðist við bókun.

UppLifðu - Samspil ferðaþjónustu og skapandi greina
Ferðamálaþing á Ísafirði 5.- 6. október 2011 

Miðvikudagur  5. október

9:00 Skráning 
9:30 Setningarræða  ráðherra ferðamála  – Katrín Júlíusdóttir
9:45 Um áttavita landamæraleysis
 - Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur og framkvæmdastjóri Krád consulting
10:00 Samspil upplifunar, hönnunar og ferðaþjónustu 
 - Sigurður Þorsteinsson hönnunarhugsuður og formaður stýrihóps um Mótun Hönnunarstefnu Íslands
 10:30 Uppskrift að KEXi
 - Kristinn Vilbergsson, einn af stofnendum  KEX Hostel
11:00 Upplifanir skipta máli í fyrirtækjarekstri  
 - Guðmundur Arnar Guðmundsson vörumerkjastjóri Icelandair
11:30 Upplifunarhönnun
 – Hlín Helga Guðlaugsdóttir, vöruhönnuður og lektor við mastersnám í upplifunarhönnun við Konstfack, University of Arts, Craft and Design, Stokkhólmi
12:00 Léttur hádegisverður
13:00 Málstofur
Vettvangur skoðanaskipta um afmörkuð málefni sem varða ferðaþjónustu og skapandi greinar.  Hér er ekki gert ráð fyrir hópavinnu heldur nokkrum stuttum erindum og umræðum.   ATH þátttakendur velja eina málstofu við skráningu. 
  Málstofa 1: Nýsköpun, ferðaþjónusta og skapandi greinar
Stjórnað og mótað af Nýsköpunarmiðstöð
  Málstofa 2:  Ný tækifæri í markaðssetningu
Stjórnað og mótað af Íslandsstofu
  Málstofa 3:  Mannvirki, hönnun , uppbygging og umsjón ferðamannastaða
Stjórnað og mótað af Ferðamálastofu
15:00 Kaffihlé
15:15 Miðlun niðurstaðna  úr málstofum dagsins – 10 mín frá hverjum hópi
15:45 Óvissa og upplifun – Gengið aftur í tímann
20:00 Kvöldverður í Félagsheimilinu í Bolungarvík

Fimmtudagur 6. október:

09:00 Um ferðamannastaði og áfangastaði – Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri
09:15  How to create valuable experiences?
 Bård Jervan, Cluster Manager  from the cluster Innovative Experiences.  www.seeyouinnorway.com
Cluster Manager Bård Jervan from the cluster Innovative Experiences, which covers 30 tourism businesses in Northern Norway, gives us examples from their achievements.
This cluster has for three years worked with implementing a model for experience co-creation in the different businesses in the cluster. The goal is to meet the customer’s willingness to pay for meaningful and memorable experiences.
10:15 Kaffihlé
10:30 Hvað þýða viðurkenningar og verðlaun fyrir áfangastaði?  
Gústaf Gústafsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða 
10:55 Tónlistartengd ferðaþjónusta og hagræn áhrif hennar á áfangastaði
Tómas Young verkefnisstjóri hjá Útón
11:20 Umhverfi og upplifun
12:00 Matur og upplifun
14:00 Samspil ferðaþjónustu og skapandi greina – áhugaverð verkefni kynnt
14:30 Val á athyglisverðasta verkefninu – Afhending hvatningarverðlauna Iðnaðarráðherra
15:00   Samantekt og ráðstefnulok 

Ráðstefnustjóri:   Hrund Gunnsteinsdóttir þróunarfræðingur og framkvæmdastjóri Krád consulting. Leggur í störfum sínum áherslu á samhengi hlutanna, jafnvægi milli skapandi hugsunar og rökhugsunar


Mynd frá Ísafirði: westfjords.is