Fara í efni

Avis hlýtur viðurkenningu World Travel Awards

avis
avis

Á nýafstaðinni hátíð World Travel Awards sem haldin var á Cornelia Diamond Golf Resort & Spa í Tyrklandi, hlaut Avis bílaleigan, þriðja árið í röð, verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á fyrirtækjamarkaði í Evrópu.

World Travel Awards sem gjarnan eru nefnd „Óskar ferðaþjónustunnar“ eru virtustu og eftirsóttustu verðlaun ferðageirans, valin í kosningu sem yfir 100 þúsund ferðaskrifstofur og sérfræðingar í ferðaþjónustu um allan heim taka þátt í.

Að þessu sinni kepptu yfir 500 fyrirtæki víðs vegar að úr evrópu um viðurkenningar í ríflega 120 flokkum, en aðeins þau fyrirtæki sem þykja hafa sýnt gott fordæmi og skarað fram úr í þjónustu á tímum efnahgslegrar óvissu eiga möguleika á verðlaunum, segir í frétt frá AVIS.