Nýtt starfsfólk Ferðamálastofu

Nýtt starfsfólk Ferðamálastofu
siggagroa_olafur

Tveir nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við Ferðamálastofu á síðustu vikum. Sigríður Gróa Þórarinsdóttir hefur komið til starfa á markaðssviði og Ólafur Aðalgeirsson var ráðinn í nýtt starf rekstrarstjóra Ferðamálastofu.

Sigríður Gróa hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustunni og starfaði síðast hjá Snæland Grímsson ehf. Hún mun meðal annars sinna markaðsmálum fyrir Bretlandsmarkað en verður auk þess mikilvæg viðbót á skrifstofuna hér heima og mun styrkja starfsemi hennar.

Ólafur Aðalgeirsson hefur störf sem rekstrarstjóri Ferðamálastofu 1. september.  Hann er með BS-gáðu í ferðamálafræði með áherslu á rekstur, stjórnun og markaðsfræði og á einnig að baki víðtæka starfsreynslu Hann starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar.

?Ég tel mikinn akk fyrir Ferðamálastofu að hafa fengið þau bæði til liðs við okkur og hlakka til að starfa með þeim á næstunni,? segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.


Athugasemdir