Fara í efni

Starf lögfræðings hjá Ferðamálastofu

Lógo Ferðamaálstofu íslesnkt
Lógo Ferðamaálstofu íslesnkt

Ferðamálastofa óskar eftir að ráða lögfræðing í 100% starf. Lögfræðingur starfar innan stjórnsýslu- og gæðasviðs  stofnunarinnar og heyrir undir forstöðumann sviðsins, en starfið getur verið staðsett á  Akureyri eða í Reykjavík.  Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Meðal verkefna lögfræðings eru:

  • Umsjón með útgáfu leyfa til ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda, skráningu á starfsemi upplýsingamiðstöðva og bókunarþjónustu, ásamt eftirliti með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt.
  • Lögfræðileg úrlausn mála er hafa íþyngjandi áhrif í för með sér.
  • Undirbúningur reglugerða, umsagnir um þingmál, umsagnir um stjórnsýslukærur auk leiðbeininga og ráðgjafar um önnur lögfræðileg málefni er varða starfsemi stofnunarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í lögfræði
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði æskilegt
  • Þekking og starfsreynsla á opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Góð íslensku- og enskukunnátta auk Norðurlandamáls
  • Þekking á sviði stefnumótunar og áætlanagerðar er kostur
  • Þekking á ferðamálum er kostur
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Sveigjanleiki og áhugi á að takast á við ný viðfangsefni

Nánari upplýsingar um starfið veitir Auðbjörg L. Gústafsdóttir, forstöðumaður stjórnsýslu- og gæðasviðs (audbjorg@icetourist.is), en upplýsingar um starfsemi Ferðamálastofu er að finna hér á vefnum.
 
Umsóknarfrestur er til 21. september 2008 og er óskað eftir því að viðkomandi einstaklingur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast með tölvupósti til forstöðumanns stjórnsýslu- og gæðasviðs (audbjorg@icetourist.is) eða á skrifstofu Ferðamálastofu, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík og vera merktar starfinu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða, en öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um starfið hefur verið tekin.