Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll

Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll
Flugstöð

Í ágústmánuði síðastliðnum fóru 271.501 farþegi um Keflavíkurflugvöll og fækkaði þeim um 7,6% á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum sem birtar voru í dag.

Fækkun farþega það sem af er þessu ári nemur 3,35%. Að stærri hluta eru það reyndar viðkomufarþegar. Farþegum á leið til og frá landinu hefur fækkað um 11 þúsund á árinu eða 0,83%. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

 

Ágúst. 08.

YTD

Ágúst. 07.

YTD

Mán. % breyting

YTD % Breyting

Héðan:

120.021

653.988

126.484

658.084

-5,11%

-0,62%

Hingað:

115.906

664.460

124.408

671.446

-6,83%

-1,04%

Áfram:

1.970

21.989

5.586

28.511

-64,73%

-22,88%

Skipti.

33.604

153.825

37.312

187.953

-9,94%

-18,16%

 

271.501

1.494.262

293.790

1.545.994

-7,59%

-3,35%


Athugasemdir