Fara í efni

Samskiptavefur ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum

Verstfirskferdamal
Verstfirskferdamal

Nýverið fór í loftið vefurinn vestfirskferdamal.is sem er samskiptavefur ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum. Á vefnum er meðal annars að finna upplýsingar um aðildarfélaga, gagnlegar ábendingar og tilkynningar um málefni ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum.

Vefurinn er í eigu Ferðamálasamtaka Vestfjarða en honum er ritstýrt af Markaðsstofu Vestfjarða sem mun þannig með honum reyna að byggja upp betri samskipti á milli ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Meðal þess sem boðið er uppá er skráning á póstlista til að fá sendar tilkynningar um málefni ferðaþjónustunnar, kynningar á námskeiðum, ráðstefnum o.þ.h. ?Ég lít á síðuna sem tækifæri til að safna sama upplýsingum sem eru verðmætar fyrir ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum og nýta hann þannig til að þjappa þeim saman,? segir Jón Páll Hreinsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða. www.vestfirskferdamal.is