Dagný nýr liðsmaður Ferðamálastofu

Dagný nýr liðsmaður Ferðamálastofu
Dagný

Dagný Fjóla Elvarsdóttir er nýjasti liðsmaður Ferðamálastofu. Dagný er kominn til starfa á skrifstofunni í Reykjavík í barnseignaleyfi Katrínar Gylfadóttur en starfaði þar raunar einnig síðastliðið sumar í sumarafleysingum.

Dagný kláraði 10 bekk í Falmouth Community School  í Englandi þar sem hún var búsett í eitt ár og lauk stúdentsprófi vorið 2008 í tungumálum frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hún stundar nú nám í Ferðamálaskólanum við Menntaskólann í Kópavogi.


Athugasemdir