Fara í efni

?A Slice of Iceland? fer vel í Breta

A Slice of Iceland
A Slice of Iceland

Fjölmenni var við opnun ?A Slice of Iceland? í London í liðinni viku. Um er að ræða mánaðarlanga dagskrá í samstarfi Ferðamálastofu og bresku ferðaskrifstofunnar Black Tomato þar sem íslensk hönnun, listir, tónlist og matur verður í forgrunni. Markmiðið er að efla áhuga á ferðum til Íslands.

Á opnunarkvöldinu komu fram íslenskir tónlistamenn, m.a. Hjaltalín, Hraun, Lay Low, Bloodgroup og FM Belfast. Af hönnunar og listasviðnu má nefna Hjördís Hafnfjörð, Laufey Johansen, Kristínu Andresdóttur og Ragnar Einarsson.

Að sögn Tom Marchant, framkvæmdastjóra Black Tomato, var kvöldið sérlega vel heppnað. ?Gestirnir voru nokkuð á annað hundrað talsins og allir voru jafn hugfangnir af því sem fyrir augu og eyru bar. Við hjá Black Tomato eru mjög ánægð að geta lagt Íslandi lið á  þessum umbrotatímum. Öll erum við að sjálfsögðu einlægir Íslandsaðdáendur og vonumst til að vekja áhuga sem flestra á að koma í heimsókn,? segir Tom Marchant.