Ferðamálaþing 20. nóvember

Ferðamálaþing 20. nóvember
Grand Hotel

Ferðamálastofa og iðnaðarráðuneytið gangast fyrir ferðamálaþingi á Grand Hótel þann 20. nóvember næstkomandi. Yfirskriftin er Öflug ferðaþjónusta - allra hagur, tækifæri ferðaþjónustunnar á umbrotatímum. Vert er að vekja athygli á að áður hafði verið auglýst að þingið yrði á Akureyri en því þurfti að breyta.

Dagskráin hefst kl. 13:00 og stendur fram eftir degi. Meðal þeirra sem taka til máls verða Össur Skarphéðinsson, ráðherra ferðamála, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Ian Neale, framkvæmdastjóri Regent Hollidays í Bretlandi. Í lok þingsins verður boðið upp á léttar veitingar.

Það er opið öllum hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu og öðrum sem áhuga hafa á greininni. Verið er að leggja lokahönd á dagskrána en vert er að taka daginn strax frá. Á síðustu vikum hefur mjög verið horft til ferðaþjónustu sem lið í eflingu íslensks atvinnulífs og með því að fjölmenna á þingið gefst kjörið tækifæri til að vekja athygli á greininni þannig að eftir verði tekið.


 


Athugasemdir