Fara í efni

Heimur Norðurhafa - sjávarsafn í undirbúningi

Sjávarsafn
Sjávarsafn

Stofnað hefur verið félag á Akureyri til undirbúnings þess að í bænum rísi sjávarsafn og rannsóknamiðstöð um menningu og lífríki við Norðurhöf. Hugmyndirnar gera ráð fyrir að safnið yrði mjög umfangsmikið og eitt af meginsöfnum landsins.

Fyrstu hugmyndir gera ráð fyrir að safnsvæðið verði allt að 5000 fermetrar að stærð og að kostnaður við að koma safninu á fót geti orðið um 2 milljarðar króna.

?Verkefnið hefur ekki fengið nafn en stuðst er við ?Heimur Norðurhafa - Arctic Ocean World?. Eins og nafnið gefur vísbendingar um er hugmyndin að vekja athygli á heimsvísu og tenging við norðurslóðir skapar tækifæri til að laða að ferðamenn erlendis frá sem vilja fræðast frekar um lífríkið í Norðurhöfum og menningu tengdri hafinu. Með safninu opnast möguleikar til vitundarvakningar um lífríki og mannlíf Norðurhafa, möguleikar til að skapa undraverða og minnistæða upplifun,? segir meðal annars í fréttatilkynningu. Myndin er frá sjavarsafni í Álasundi í Noregi.