Fréttir

Fundur á vegum Ferðamálastofu og Icelandair - Asíumarkaður fyrir Norðurlöndin

Icelandair og Ferðamálastofa bjóða til morgunfundar fimmtudaginn 3. maí nk. kl 08:15 á Nordica Hotel. Málefni fundarins verður:  Ferðamenn frá Asíu með áherslu á Kína og Japan. Ræðumaður fundarins verður: Sören Leerskov framkvæmdastjóri Scandinavian Tourist Board í Asíu. Dagskrá, Hotel Nordica 2. hæð:   08:15- Kaffi 08:30 Sören Leerskov 09:15 Fyrirspurnir 10:00 Fundarslit Sören er Danskur, fæddur í Kaupmannahöfn áríð 1963.  Hann hóf nám í Japan 1982, og vann m.a. fyrir sér sem skemmtikraftur í Disney í Tokyo 1984-86. Náms- og starfsferill   1986- MA próf í japönsku 1987- 89 MA nám í Tokyo Háskóla 1991 -Master in "Business Adminstration" og Japönsku  frá Háskólanum í Tokyo 1988 - 1995  Við Ráðgjafastörf fyrir Japönsk og Dönsk fyrirtæki. frá 1995  framkvæmdastjóri Scandinavian Tourist  Board í Asíu með búsetu í Tokyo. 1998 - 2003  Stjórnarformaður  "European Travel Commission"  
Lesa meira

Ísland fær mikla fjölmiðlaathygli í Bandaríkjunum

Mikil umfjöllun hefur verið um Ísland í fjölmiðlum vestan hafs upp á síðkastið. Jafnt vefmiðlar, prentmiðlar og ljósvakamiðlar hafa birt ítarlegar greinar um Ísland sem ferðamannaland og undantekningarlaust á jákvæðum nótum. Útgáfa Vanity Fair vekur mikla athygliMest áberandi hefur verið umfjöllun í tenglum við væntanlega útgáfu Vanity Fair á blaði sem helgað verður umhverfismálum. Af þessu tilefni fékk blaðið stórleikarann Leonari DiCaprio til liðs við sig og kom hann til Íslands í myndatökur. Forsíðu blaðsins prýðir mynd af kappanum við Jökulsárlón. ?Vanity Fair er að setja milljónir dollara í að markaðssetja þetta sérblað og afleiðingin er meðal annars mikil og jákvæð fjölmiðaumfjöllun um Ísland. Bara núna í vikunni höfum við fengið umfjöllun á a.m.k. þremur sjónvarpsstöðvum á landsvísu. Þetta eru þættirnir NBC  EXTRA , CBS Entertainment Tonight og Access Hollywood sem allir eru klukkan 19:30, strax að loknum kvöldfréttum, þ.e. á besta tíma. Tugir ef ekki hundruð dagblaða og tímarita eru með mynd af væntanlegri forsíðu Vanity Fair og nokkuð sérstakt hvað aðrir fjölmiðlar hafa sagt mikið frá þessari útgáfu Vanity Fair,? segir Einar Gústavsson, forstöðumaður Ferðamálastofu í New York. Annað dæmi umfjöllun MSNBC vefmiðilsins, byggð á grein úr Islands-tímaritinu, þar sem Ísland er talið meðal 6 áhugaverðustu eyja í Evrópu til að heimsækja. Lag er út frá þeirri hugmyndafræði að fara ekki of hratt yfir heldur gæta þess að njóta ferðalagsins og þess sem hver staður hefur uppá að bjóða. Þarna er Ísland talið góður valkostur. Góðir hlutir að gerastEinar segir þessa miklu umfjöllun um Ísland nú ekkert einsdæmi, þótt hún sé vissulega með mesta móti. Þess dagana erum við mjög sýnileg á markaðinum og ekki spurning að Ísland er að ná til 50-100 miljóna Bandaríkjamanna þessa vikuna, sem er auðvitað bara gott fyrir okkur, ekki síst ferðaþjónustuna. Við getum einfaldlega sagt að það séu góðir hlutir að gerast,? segir Einar.
Lesa meira

Fjölgun farþega 10,6% á fyrsta ársfjórðungi

Rúmleg 135 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í marsmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Frá áramótum, það er á fyrsta ársfjórðungi, nemur fjölgun farþega 10,63%. Farþegar á leið frá landinu voru 59.200 í mars síðastliðnum, fjölgaði um 16,8% á milli ára. Á leið til landsins voru 59.100 farþegar og fjölgaði þeim um 10,36% miðað við mars í fyrra. Áfram- og skiptifarþegar voru jafn margir í mars nú og í fyrra. Frá áramótum hafa 343 þúsund farþegar farið um völlinn sem er sem fyrr segir 10,63% fjölgun á milli ára. Nánari skiptingu má sjá í töflunni hér að neðan. Mars ´07 YTD Mars ''06 YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 59.249 152.746 50.728 134.868 16,80% 13,26% Hingað: 59.144 149.456 53.592 132.872 10,36% 12,48% Áfram: 1.683 7.839 1.028 3.232 63,72% 142,54% Skipti. 15.038 33.054 15.668 39.163 -4,02% -15,60% 135.114 343.095 121.016 310.135 11,65% 10,63%
Lesa meira

Skýrsla um stjórnunarhætti í íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum

Út er komin skýrsla frá Ferðamálasetri Íslands um stjórnunarhætti í íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Skýrslan er byggð er á könnun sem gerð var á vordögum 2005 meðal fyrirtækja í Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF). Könnunin var samstarfsverkefni Viðskipta- og raunvísindadeildar Háskólans á Akureyri (HA), Ferðamálaseturs Íslands og SAF. Hún var gerð af Rannsóknar og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) í samstarfi við þrjá starfsmenn Viðskiptadeildar HA. Í skýrslunni eru niðurstöður könnunarinnar bornar saman við niðurstöður sambærilegrar könnunar sem gerð var árið 2004 meðal íslenskra fyrirtækja almennt. Þar sem við á eru niðurstöður einnig bornar saman við niðurstöður þarfagreiningar fyrir fræðslu og menntun í ferðaþjónustu, sem gerð var 2005. Opna skýrsluna (PDF)  
Lesa meira

Endurskoðun á tjaldsvæðaviðmiðum - umræðusvæði lokað

Frá því í lok janúar sl. hefur verið opið umræðusvæði hér á vefnum um flokkunarviðmið tjaldsvæða. Umræðusvæði þessu hefur nú verið lokað og er verið að vinna úr þeim tillögum og ábendingum sem bárust. Viljum við hjá Ferðamálastofu þakka öllum þeim sem settu inn tillögur og athugasemdir. Alls bárust 16 tillögur og athugasemdir og fékk svæðið um 1300 heimsóknir.   
Lesa meira

Gistiskýrslur 2006 komnar út

Hagstofa Íslands hefur gefið út ritið Gistiskýrslur 2006 þar sem birtar eru niðurstöður gistináttatalningar fyrir árið 2006. Meðal annars kemur fram að heildarfjöldi gistinátta var 2,5 milljónir árið 2006 sem er 10% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði frá árinu 2005 á öllum tegundum gististaða. Fjölgunin nam 10,1% á hótelum og gistiheimilum, 11,8% á svefnpokagististöðum, 11,4% á farfuglaheimilum, 10,3% á tjaldsvæðum, 10,1% í orlofshúsabyggðum, 6,6% í skálum í óbyggðum og 4,9% á heimagististöðum.   Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum.  Aukningin var hlutfallslega mest á Suðurnesjum og nam 26,8%. Á Norðurlandi eystra fjölgaði gistinóttum um 13,9%, á höfuðborgarsvæðinu um 12,3%, á Austurlandi um 12% og á Norðurlandi vestra um 11,2%. Fjölgun gistinátta á Vesturlandi nam 7,4% og á Vestfjörðum 5,4%. Gistinætur á Suðurlandi nánast stóðu í stað því þar fjölgaði gistinóttum um 0,9%. Gistiskýrslur 2006
Lesa meira