Fara í efni

Jón Eiríksson ?Drangeyjarjarl? valinn Ferðafrömuður ársins

Ferðafrömuður ársins 2007
Ferðafrömuður ársins 2007

Útgáfufélagið Heimur stóð fyrir vali á Ferðafrömuði ársins 2007 á Ferðasýningunni í Fífunni í Kópavogi um liðna helgi. Jón Eiríksson ?Drangeyjarjarl? varð fyrir valinu að þessu sinni.

Heimur stóð nú fyrir útnefningu Ferðafrömuðar ársins í fjóða sinn. Jón Karl Ólafsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, afhenti Jóni Eiríkssyni viðurkenningarskjal við sérstaka athöfn á Ferðasýningunni en Ottó Schopka, ritstjóri ferðabóka Heims, kynnti val dómnefndar.

Í viðurkenningarskjali segir: Í mati sínu lagði dómnefnd til grundvallar einstaka athafnasemi, þrautseigju og metnað við að byggja upp og reka ferðaþjónustu þar sem sagnaarfinum er miðlað á eftirminnilegan og persónulegan hátt, svo og þátttöku hans í uppbyggingu og stefnumótun ferðaþjónustunnar í heimabyggð. Í dómnefndinni áttu sæti þeir Ottó Schopka og Benedikt Jóhannesson frá Heimi hf., Sævar Skaptason framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda og Dóra Magnúsdóttir markaðsstjóri ferðamála hjá Reykjavíkurborg.