Fara í efni

Silfur hafsins og síldin á Sigló

Íslenska Vitafélagið
Íslenska Vitafélagið

Síðasta fræðslukvöld Íslenska vitafélagsins í Sjóminjasafni Reykjavíkur á þessum vetri verður miðvikudagskvöldið 25. apríl. Þá  mun Hreinn Ragnarsson, kennari á Laugarvatni ræða um áhrif síldveiða á íslenskan efnahag. Hvernig hefði íslensku þjóðinni reitt af án síldar og silfurs hafsins?

Eftir kaffihlé fræðir Örlygur Kristfinnsson, forstöðumaður Síldarminjasafnsins gesti um Síldarminjasafnið á Siglufirði og áhrif þess á ímynd bæjarins og bæjarbrag.

Síldin og Siglufjörður eru eitt og Síldarminjasafnið á Siglufirði er stærsta safn landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Safnið er ótrúlegt afrek fárra einstaklinga og ekki að ástæðulausu sem það hefur hlotið viðurkenningar, m.a. sem besta safn Evrópu.

Staður og stund:
Miðvikudagur 25. april kl. 20:30
Sjóminjasafnið ? Víkin, Grandagarði 8, Reykjavík.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.
www.vitafelagid.com

Síldarævintýri og silfur hafsins