Fara í efni

Nýr starfsmaður Ferðamálaseturs Íslands við Háskóla Íslands

logoferdamalaseturs
logoferdamalaseturs

Ferðamálasetur Íslands hefur í samvinnu við raunvísindadeild Háskóla Íslands ráðið til starfa dr. Rannveigu Ólafsdóttur í stöðu dósents við HÍ. Rannveig mun sinna kennslu við Háskóla Íslands en sinna rannsóknum í samvinnu við Ferðamálasetur.

Umhverfisstjórnun ? tæki til sjálfbærrar ferðaþjónustu
Þá hefur Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkt Rannveigu um fjárhæð sem nemur tveimur mannmánuðum til að ýta úr vör rannsóknum á tækjum og leiðum til umhverfisstjórnunar. ?Von okkar stendur til þess að sú þróunarvinna sem hér mun eiga sér stað muni halda áfram og nýtast til uppbyggingar ferðamannastaða á landinu,? segir Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands

Rannveig lauk B.Sc. gráðu í landafræði frá Háskóla Íslands 1992 og B.Sc. gráðu í jarðfræði frá sama skóla 1994. Einnig lauk hún prófi frá Leiðsöguskóla Íslands 1990 og B.Ed. gráðu í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands 1994. Frá 1996-2001 var hún rannsóknarnemi við náttúrulandfræðideild Háskólans í Lundi í Svíþjóð og lauk þaðan PhD gráðu í náttúrulandfræði í janúar 2002. Frá 2002-2006 starfaði Rannveig sem forstöðumaður Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, og frá 2006-2007 við ráðgjöf í umhverfisstjórnun og mati á umhverfisáhrifum hjá verkfræðistofunni Línuhönnun hf. Frá 2002-2007 hefur Rannveig samhliða öðrum störfum starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands