Fara í efni

Breytingar á stjórn "Iceland Naturally"

Ferdafrettirjun2003
Ferdafrettirjun2003

Nýlega var haldinn árlegur fundur "Iceland Naturally" þar sem tilkynnt var að samgönguráðherra hefði skipað Thomas Möller, aðstoðarframkvæmdastjóra Lyfjaverslunar Íslands, sem formann verkefnisins. Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands, var skipaður meðstjórnandi. Fráfarandi formaður er Ómar Benediktsson, forstjóri Íslandsflugs, og hefur hann gegnt því starfi frá upphafi.

"Iceland Naturally" er sameiginlegt markaðsátak fyrirtækja og ferðaþjónustuaðila til að auka spurn eftir íslenskum afurðum í Norður-Ameríku. Meðal fyrirtækja sem standa að "Iceland Naturally" eru Coldwater Seafood, Iceland Seafood, Icefood Brand, Icelandair, Íslenskur landbúnaður, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Iceland Spring Natural Water. Einar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands, hefur verið annar framkvæmdastjóra verkefnisins frá því að það hófst árið 1999, ásamt Magnúsi Bjarnasyni, aðalræðismanni í New York og viðskiptafulltrúa. Þann 1. ágúst nk. mun Magnús hverfa til nýrra starfa í utanríkisþjónustunni og tekur Pétur Þ. Óskarsson þá við sem annar af framkvæmdastjórum "Iceland Naturally".