Fara í efni

Fyrsti fundur hjá nýju Ferðamálaráði

Nýtt Ferðamálaráð kom saman til síns fyrsta fundar í dag en samkvæmt lögum er ráðið skipað til fjögurra ára í senn. Nokkrar mannabreytingar urðu á ráðinu en formaður þess er sem fyrr Einar Kr. Guðfinnsson, Alþingismaður.

Samkvæmt lögum sitja 7 fulltrúar í ráðinu, 2 skipaðir beint af samgönguráðherra, 2 af Samtökum ferðaþjónustunnar, af Sambandi íslenskra sveitafélaga og 1 frá Ferðamálasamtökum Íslands, samkvæmt tilnefningu. Ráðið er nú þannig skipað.

Aðalmenn:
Einar Kr. Guðfinnsson, formaður, Ísólfur Gylfi Pálmason, varaformaður, báðir skipaðir af ráðherra. Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi. Fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar sitja íráðinu þeir Steinn Lárusson frá Icelandair og Hlynur Jónsson frá KEA Hótelum/Greifanum. Pétur Rafnsson er fulltrúi Ferðamálasamtaka Íslands

Varamenn:
Felix Bergsson
Samband íslenskra sveitarfélaga

Gunnar Sigurðsson
Samband íslenskra sveitarfélaga

Anna G. Sverrisdóttir
Samtök ferðaþjónustunnar

Steingrímur Birgisson
Samtök ferðaþjónustunnar

Ásmundur Gíslason
Ferðamálasamtök Íslands

Eftir er að skipa varamenn formanns og varaformanns.