Fara í efni

Ferðamönnum fjölgaði um 5% í júní

Tæplega 5% aukning varð á komum erlendra ferðamanna í júní sl. miðað við sama mánuð í fyrra. Ferðamönnum fjölgaði frá öllum helstu markaðssvæðum landsins sem hljóta að teljast gleðitíðindi.

Að sögn Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs er áframhaldandi vöxtur ferðamanna frá Bretlandi. Ennfremur er þetta fyrsti mánuðurinn í ár þar sem vöxtur er frá Bandaríkjunum, sem er mjög ánægjulegt og verður vonandi viðvarandi. Af einstökum þjóðum komu flestir ferðamenn frá Bandaríkjunum í júní.

Markaðsvinnan að skila sér
Þýskaland hefur sótt í sig veðrið og er nú komið í mikla aukningu eftir samdrátt í vor. Þaðan komu nú næst flestir ferðamenn í júní. Auk þessa er athyglisvert að lítils háttar samdráttur er frá Norðurlöndunum samanlagt en Danmörk sker sig úr með góða aukningu í júní. Þá er góð aukning frá Frakklandi og Spáni. Ársæll segir að markaðsvinnan sé að skila sér á helstu markaðssvæðum og vonandi haldi það áfram út sumarið þótt of snemmt sé að segja til um hvernig sumarið komi út í heild sinni.

Nánari skiptingu ferðamanna í júní má sjá í meðfylgjandi töflu

  Júní 2002 Júní 2003 Breyting % breyting
Bandaríkin 3.635 5.752 117 2%
Bretland 3.600 4.647 1.047 29%
Danmörk 2.249 2.851 602 27%
Finnland 842 625 -217 -26%
Frakkland 4.870 4.800 70 1,5%
Holland 1.965 1.773 192 10,8%
Ítalía 1.939 1.725 214 12,4%
Japan 526 504 22 4,4%
Kanada 281 265 16 6,0%
Noregur 2.573 2.438 135 5,5%
Spánn 1.006 810 196 24,2%
Sviss 2.095 1.884 211 11,2%
Svíþjóð 2.739 2.629 110 4,2%
Þýskaland 9.576 7.652 1.924 25,1%
Önnur þjóðerni 6.216 5.334 882 16,5%
Samtals 52.607 46.015 6.592 14,3%
         
Ísland 35.032 26.846 8.186 30,5%
         
Heimild: Ferðamálaráð Íslands, brottfarir erlendra farþega.