Fara í efni

Norræna mun hefja áætlunarferðir til Seyðisfjarðar í janúar

Á færeyska fréttavefnum olivant.fo í dag kemur fram að frá 10. janúar næstkomandi mun Norræna hefja vikulegar áætlunarferðir til Íslands. Hingað til hefur ferjan sem kunnugt er aðeins siglt til Seyðisfjarðar yfir sumarmánuðina. Siglt verður frá Þórshöfn til Seyðisfjarðar alla mánudaga. Þá er ákveðið að skipið hefji einnig áætlunarsiglingar á milli Bergen og Hanstholm.