Fara í efni

Könnun á ferðavenjum Íslendinga

Folkibustad
Folkibustad

Ferðamálaráð Íslands hefur ákveðið að gera könnun á ferðavenjum Íslendinga í lok þessa mánaðar. Markmiðið með könnuninni er fyrst og fremst að öðlast heildarsýn yfir ferðalög Íslendinga innanlands á árinu, auk þess sem hugað verður að framtíðaráformum þess efnis.

Samanburður við könnun frá árinu 2000
Að sögn Oddnýjar Þóru Óladóttur, verkefnisstjóra hjá Ferðamálaráði, verður könnunin með svipuðu sniði og könnun Ferðamálaráðs frá árinu 2000. Um var að ræða símakönnun sem byggði á 1.218 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá. Til að tryggja samanburð verður byggt að hluta til á þeim spurningalista sem viðhafður var í könnun árið 2000

Óskað eftir ábendingum
Óskað er eftir ábendingum frá aðilum í ferðaþjónustu um hvað þeir myndu vilja hafa í könnuninni umfram það sem tiltekið er hér að neðan. Segist Oddný vonast eftir skjótum viðbrögðum enda verður endanlegur spurningalisti að liggja fyrir eigi síðar en 14. nóvember næstkomandi. Ábendingum má koma á framfæri á netfangið oddny@icetourist.is

Nokkur efnisatriði í fyrirhugaðri könnun á ferðavenjum Íslendinga:

Sumarbústaðaferðir 2003
Höfðu svar aðgang að sumarbústað sem þeir sóttu reglulega?
Hve oft var farið í sumarbústaðinn? Hve lengi var dvalið?
Hvar á landinu var sumarbústaðurinn? Hvaða afþreying var nýtt í nágrenni sumarbústaðar?

Ferðalög innanlands 2003
Var ferðast innanlands á árinu?
Hve margar ferðir voru farnar?
Hve margar nætur var dvalið á ferðalögum innanlands?
Í hvaða tilgangi var ferðast?
Hvaða þættir höfðu áhrif á að ferðast var innanlands á árinu?
Hve lengi var dvalið?
Í hvaða mánuði var ferðast?
Í hvaða landshluta var gist? (hve margar nætur í hverjum landshluta)
Hvaða gistimöguleikar voru nýttir? (hve margar nætur)
Með hverjum var ferðast?
Hvaða afþreying var nýtt?
Hvaða farartæki voru nýtt á ferðalögum?
Var ferðast á eigin vegum eða í skipulagðri hópferð?
Hver voru heildarútgjöldin vegna ferðalaga?