Fara í efni

Áning 2004 komin út

Aning2004
Aning2004

Gististaðabæklingurinn Áning 2004 er kominn út hjá útgáfufélaginu Heimi. Þetta er í tíunda sinn sem Áning kemur út en í ritinu auglýsa 287 gististaðir 104 tjaldsvæði og 66 sundstaðir þjónustu sína. Auk þess er fjöldi bæja- og landshlutakorta í bæklingnum.

Í frétt frá Heimi kemur fram að Áning er nú gefin út stærra upplagi en nokkur sinni fyrr, eða í 50.000 eintökum á íslensku, ensku og þýsku, og er dreift ókeypis á upplýsingamiðstöðvum, hótel-og gistiheimilum og á öllum helstu ferðamannastöðum á landinu. Þar að auki er bæklingnum dreift erlendis og jafnframt birtist hann í vefútgáfu. Ritstjóri er María Guðmundsdóttir. Hægt er að panta bæklinginn á heimasíðu útgáfufélagsins.