Fara í efni

62.700 ferðamenn í janúar

Ferðamenn í janúar 2003-2015Um 62.700 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 16.100 fleiri en í janúar á síðasta ári.

Aukningin nemur 34,5% milli ára. Ferðaárið fer því vel af stað en ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í janúar frá því mælingar hófust.

Bretar og Bandaríkjamenn helmingur ferðamanna

10 fjölmennustu þjóðerninUm 78% ferðamanna í janúar árið 2015 voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 34,6% af heildarfjölda en næstir komu Bandaríkjamenn (14,9%).

Þar á eftir fylgdu Frakkar (5,1%), Þjóðverjar (4,7%), Japanir (3,4%), Danir (3,4%), Kínverjar (3,4%), Svíar (3,2%), Norðmenn (3,1%), og Kanadamenn (2,4%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum og Frökkum mest milli ára en 5.110 fleiri Bretar komu í janúar í ár en í sama mánuði í fyrra, 2.607 fleiri Bandaríkjamenn og 1.225 fleiri Frakkar. Þessar þrjár þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í janúar milli ára eða um 55,5% af heildaraukningu.

Fjöldi ferðamanna þrefaldast í janúar á síðustu fimm árum

Ferðamenn eftur markaðssvæðumÞegar litið er til fjölda ferðamanna í janúarmánuði frá því að Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkur- flugvelli má sjá mikla aukningu ferðamanna síðustu árin. Fjöldi ferðamanna hefur t.a.m. nærri þrefaldast í janúar á síðustu fimm árum og munar þá mestu um mikla fjölgun Breta en þeir hafa fimmfaldast frá árinu 2010. Ferðamönnum frá öðrum markaðssvæðum hefur ennfremur fjölgað umtalsvert, þannig hafa N-Ameríkanar ríflega fjórfaldast, ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu nærri þrefaldast og ferðamenn frá öðrum markaðssvæðum nærri þrefaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli.

Ferðir Íslendinga utan

Um 27 þúsund Íslendingar fóru utan í Janúar síðastliðnum eð 1.800 fleiri en árið 2014. Um er að ræða 7% fleiri brottfarir en í janúar 2014.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Fjöldi ferðamanna