Einstök íslensk upplifun - tilraunaverkefni

Upplifunarferðaþjónusta

Nýsköpunarmiðstöð Íslands óskar eftir samstarfi við þrjú til fimm starfandi fyrirtæki sem vilja aðstoð við að greina sóknarfæri sín og auðga upplifun ferðamanna. Um er að ræða 6-9 mánaða tilraunaverkefni.

Aðferðarfræði skapandi greina og upplifunartengdrar ferðaþjónustu

Markmið verkefnisins er að auka auka virði vöru og þjónustuframboð íslenskrar ferðaþjónustu með aðferðarfræði skapandi greina og upplifunartengdrar ferðaþjónustu. Verkefninu er ætlað að stuðla að auknu þverfaglegu samstarfi milli aðila innan ferðaþjónustu og skapandi greina og stuðla þannig að nýsköpun, samkeppnishæfni og þekkingarmiðlun í ferðaþjónustu.

Þjálfun, leiðsögn og þjónusta reyndra aðila 

Leitast verður eftir því að þátttakendur í verkefninu hljóti framúrskarandi þjálfun, leiðsögn og þjónustu reyndra aðila innan skapandi greina ásamt verkefnastjórum Nýsköpunarmiðstöðvar. Á meðan á verkefninu stendur og skulu vera reiðubúnir til að miðla af þekkingu sinni til annarra ferðaþjónustufyrirtækja.

Opið er fyrir umsóknir til 15. febrúar.

Nánari upplýsingar á vef Nýsköpunarmiðstöðvar.


Athugasemdir