Kallað eftir málstofum á Nordic Symposium in tourism and Hospitality research 2015

Rannsóknamiðstöð Ferðamála heldur næsta haust hina árlegu norrænu ráðstefnu um rannsóknir í ferðamálum "Nordic Symposium in tourism and Hospitality research". Ráðstefnan verður nú haldin í 24. sinn og að þessu sinni í Reykjavík dagana 1.-3. október.

Um er að ræða stóra alþjóðlega ráðstefnu þar sem kynntar eru rannsóknir í ferðamálum á Norðurlöndum. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er „ Responsible tourism?“ Hún fer fram í nokkrum málstofum og hefur nú verið kallað eftir þeim umfjöllunarefnum sem þar eiga að vera (Call for session proposals). Tillögur skulu að hámarki vera 200 orð og skal senda fyrir 1. mars næstkomandi á netfangið edward@unak.is

Nánari upplýsingar:

Call for session proposals (PDF)

Vefur ráðstefnunnar http://24thnordicsymposium.rmf.is/


Athugasemdir