Samþykkja reglur um hvalaskoðun

Reglur um hvalaskoðun
Meðal gesta við undirritunina var Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Robert C. Barber sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Stuart Gill, sendiherra Bretlands á Íslandi.

Hvalaskoðunarsamtök Íslands, IceWhale, hafa samþykkt reglur um hvalaskoðun. Í þeim er m.a. kveðið á um umgengni við hvali á miðunum, hvernig nálgast skal hvali og hvaða reglur gilda í samskiptum milli báta á sömu svæðum.

Samtökin verða með þessar reglur sýnilegar á heimasiðunni sinni og mælast auk þess til þess að fyrirtækin hafi þær sýnilegar fyrir farþega. Reglurnar eru settar fram með myndrænum hætti og þeim fylgja einnig notendahandbók fyrir þá sem hyggjast nýta reglurnar í starfi.

Reglurnar voru samþykktar af fyrirtækjunum Arctic Sea Tours á Dalvík, Eldingu í Reykjavík, Gentle Giants á Húsavík, Láki Tours í Grundarfirði/Ólafsvík, North Sailing á Húsavík og Special Tours í Reykjavík sem öll eru meðlimir í IceWhale. Einnig samþykkti Ambassador á Akureyri og Sea Safari í Reykjavík þessar leiðbeinandi reglur.

Reglur um hvalaskoðun

 


Athugasemdir