Stikum af stað – ráðstefna um ferðagönguleiðir

Ferðagönguleiðir

Ferðamálstofa, Ferðafélag Íslands og Útivist standa fyrir ráðstefnu um ferðagönguleiðir 5. mars 2015 undir yfirskriftinni "Stikum af stað". Á ráðstefnunni verður fjallað um framtíðarskipulag og -þróun lengri gönguleiða. Ráðstefnan verður haldin í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6, kl. 13-17.

Lukas StadtherrLandsnet ferðaleiða í Sviss

Meðal framsögumanna verða Lukas Stadtherr frá Swiss Mobility (sjá mynd) en sú stofnun hefur það hlutverk að þróa landsnet ferðaleiða í Sviss. Verkefnið hófst 1993 og nú er í Sviss vel þróað net göngu-, hjóla-, línuskauta- og kanóleiða.

Þjóðstígar á Íslandi

Gísli Rafn Guðmundsson mun kynna verkefnið „Þjóðstígar á Íslandi“. Í því riti sem kom út haustið 2014 eru lögð drög að þróun gönguleiðakerfis fyrir Ísland. Verkefnið, sem unnið var í samvinnu við Ferðamálastofu, var tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2015.

Uppbygging og framtíðarsýn 

Því næst verður sex styttri fyrirlestrar um uppbyggingu og framtíðarsýn fyrir langar gönguleiðir og tengda áfangastaði - sjá dagskrá hér að neðan.

Ekkert þátttökugjald er en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér

Dagskrá:

13:00 Ferðamálastjóri setur ráðstefnuna
13:10 SwitzerlandMobility: The national offer of walking routes as part of an extensive system– Lukas Stadtherr
14:00 Stefnumótun og uppbygging þjóðstígakerfis á Íslandi – Gísli Rafn Guðmundsson

14:30 Kaffi

15:00 Laugavegurinn – 35 ár uppbygging – Páll Guðmundsson
15:15 Reykjavegur á Reykjanesi – Gunnar Hólm Hjálmarsson
15:30 Þingvellir og þjóðgarðar – erlendar fyrirmyndir – Ólafur Örn Haraldsson
15:45 Dalakofinn - uppbygging á nýju svæði - Linda Udengaard

16:00 Stutt hlé

16:15 Pílagrímaleiðin Bær-Skálholt - Hulda K. Guðmundsdóttir
16:30 Hornstrandir – Páll Ásgeir Ásgeirsson
16:45 Lokaorð
17:00 Ráðstefnu slitið

 


Athugasemdir