Nýtt ferðamálaráð skipað

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nýtt ferðamálaráð til fjögurra ára. Formaður ráðsins er Þórey Vilhjálmsdóttir og varaformaður Páll Marvin Jónsson. Þau eru skipuð án tilnefningar.

Aðrir í ferðamálaráði eru: Halldór Benjamín Þorbergsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir og Þórir Garðarsson, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar. Aldís Hafsteinsdóttir og Hjálmar Sveinsson, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ásbjörn Björgvinsson og Díana Mjöll Sveinsdóttir, tilnefnd af Ferðamálasamtökum Íslands og Jón Ásbergsson, tilnefndur af Íslandsstofu.

Hlutverk ferðamálaráðs

Samkvæmt lögum um skipan ferðamála er hlutverk ferðamálaráðs að gera árlega eða oftar, tillögu til ráðherra um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar. Jafnframt skal ferðamálaráð vera ráðherra til ráðgjafar um áætlanir í ferðamálum. Ferðamálaráð skal veita umsagnir um breytingar á lögum og reglum er varða ferðamál og annað sem ráðherra felur því eða ráðið telur ástæðu til að taka upp í þágu ferðaþjónustunnar.


Athugasemdir