Fara í efni

Ambassador í Vakann

Ambassador whale whatching
Magnús Guðjónsson og Bjarni Bjarnason frá Ambassador, ásamt Elíasi Bj. Gíslasyni, forstöðumanni Ferðamálastofu, sem afhenti þeim viðurkenningar Vakans.

Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador er nýjasti meðlimur Vakans en það býður hvalaskoðunarferðir frá Torfunefnsbryggjunni á Akureyri. Auk þátttöku í gæðakerfinu er fyrirtækið með silfurmerki í umhverfisþætti Vakans.

Fyrirtækið hóf starfsemi á árinu 2012 en í lok þess árs var báturinn Ambassador keyptur og siglt til Íslands. Á fyrri hluta ársins 2013 var bátnum breytt í hvalaskoðunarskip í skipsmiðastöðinni í Njarðvík og fyrsta hvalaskoðunarferðin ferðin var farin frá Akureyri 8. júní 2013.

Mjór er mikils vísir

"Í fyrstu ferðinni var einn farþegi sem hafði keypt sér miða en ferðin gekk frábærlega, enda gott veður,” rifjar Magnús Guðjónsson framkvæmdastjóri og einn eigenda upp með bros á vör. En segja má að mjór sé mikils vísir því síðan hefur Ambassador vaxið og dafnað. Eigendur fyrirtækisins eru einstaklingar og fyrirtæki sem hafa áratuga reynslu af ferðaþjónustu og útgerð. Framkvæmdastjóri er Magnús Guðjónsson og stjórnarformaður er Bjarni Bjarnason fyrrverandi skipstjóri á Súlunni.

www.vakinn.is