Fara í efni

Ferðamálaþingið 2015 verður á Akureyri

Árlegt Ferðamálaþing verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri miðvikudaginn 28. október 2015. Þingið er sem fyrr í umsjón Ferðamálastofu. Yfirskrift þingsins í ár er Stefnumótun svæða – Stjórnun og skipulag (e. Strategic Planning for Tourism).

Um eins dags ráðstefnu er að ræða og mun þingið, að lokinni setningu, hefjast með ávarpi ráðherra ferðamála, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Fyrirlesarar verða bæði erlendir og innlendir en nánari dagskrá er í mótun. Hins vegar er um að gera að taka daginn strax frá. Um kvöldið er ráðgert að bjóða upp á sameiginlegan kvöldverð og skemmtun.

Menningarhúsið Hof