Fara í efni

Lokunum aflétt við Holuhraun

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafa fært viðbúnaðarstig almannavarna vegna jarðhræringa í Bárðarbungu af hættustigi niður á óvissustig. Lokunum hefur verið aflétt en Vatnajökulsþjóðgarður hefur umsjón með svæðinu og stefnir að því að veita aðgang að nýja hrauninu eftir merktum gönguleiðum.

Ferðafólk leiti sér upplýsinga

Vert er að ítreka að fyrir utan þessar merktu gönguleiðir verður umferð um hraunið óheimil, vegna náttúruverndar- og öryggissjónarmiða, en hraunið er víðast illfært. Umhverfi á Flæðunum hefur breyst mikið í eldsumbrotunum og óljóst er hvernig leysingarvatn frá Dyngjujökli finnur sér farveg á ný. Auk þess rann hraunið yfir veginn sem liggur um Flæður og því eru ferðaleiðir breyttar. Ferðafólk er því hvatt til þess að kynna sér hvernig umferð um svæðið verður háttað í sumar hjá Vatnajökulsþjóðgarði.

Nánar á vef Almannavarna