Fara í efni

Hvað getum við gert til að efla umhverfislæsi í kynningar- og upplýsingaefni fyrir erlenda markaði?

Ferðamálastofa, Íslandsstofa og Samtök ferðaþjónustunnar boða til umræðufundar á milli ferðaþjónustuaðila um umhverfislæsi í tengslum við kynningar- og upplýsingaefni fyrir erlenda markaði. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. september kl. 10:30-12:00.

Hvað erum við að gera vel hvað getum við gert betur? Erum við að njóta, vernda og virða í kynningarefninu okkar? Hvaða skilaboð erum við að gefa umheiminum og hvaða skilaboð viljum við gefa? Getum við gert betur – saman?

Dagskrá:

Hvað get ég gert? - Hlutverk ferðaþjónustunnar í verndun náttúruauðlinda
Andrés Arnalds, fagstjóri Landgræðslunnar

Að halda sér á veginum - hvernig er ferðamaðurinn upplýstur
Jón Gestur Ólafsson, gæða- umhverfis og öryggisstjóri Bílaleigu Akureyrar

Umræðustjóri
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður

Skráning

Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa á markaðssetningu og kynningu á Íslandi erlendis.
Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á islandsstofa@islandsstofa.is.

Bein útsending

Hér verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu: https://global.gotomeeting.com/join/910836069

Hvað getum við gert