Fara í efni

Örn Þór Halldórsson ráðinn umhverfisstjóri Ferðamálastofu

Örn Þór HalldórssonÖrn Þór Halldórsson verður næsti umhverfisstjóri Ferðamálastofu. Rúmlega 50 umsóknir bárust um starfið sem auglýst var 10. júlí síðastliðinn.

Menntun

Örn Þór Halldórsson er menntaður byggingaiðnfræðingur og með M.Sc í arkitektúr frá Kaupmannahöfn. Auk þessa hefur Örn lokið landvarðanámskeiði hjá Umhverfisstofnun og leiðsögunámi hjá EHÍ.

Fyrri störf

Örn hefur undanfarið starfað sem sjálfstætt starfandi arkitekt og hefur meðal annars komið að deiliskipulagi Bygggarðasvæðis, skipulagstillögu að Hólaskjóli og skipulags- og uppbyggingar í Básum í Þórsmörk. Áður starfaði hann m.a. sem skipulags- og byggingafulltrúi Seltjarnarnesbæjar, við kennslu í Listaháskóla Íslands og á skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Örn hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín og fengið m.a. fyrstu verðlaun fyrir hugmyndasamkeppni Landmannalauga 2014 og grunnskólann á Ísafirði 2003.

Örn mun hefja störf þann 14. september næstkomandi og bjóðum við hjá Ferðamálastofu hann velkominn til starfa en á sama tíma þökkum við Birni Jóhannssyni fráfarandi umhverfisstjóra fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.