Fréttir

Í ferðahug fyrir Íslendinga

Í ferðahug eru stutt myndbönd með Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur, matreiðslu- og sjónvarpskonu, framleidd fyrir Ferðamálastofu og markaðsstofur landshlutanna. Tilgangurinn er að hvetja Íslendinga til að ferðast um landið sitt, skoða, upplifa og njóta. Einnig minna þau okkur á ábyrga ferðamennsku og góða umgengni.
Lesa meira

Gistihluti VAKANS opnar fyrir hótel

Ný og endurbætt gæðaviðmið fyrir hótel hafa nú verið birt á heimasíðu VAKANS og er það fyrsti áfanginn af opnun gistihluta gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Hótel geta því nú sótt um þátttöku í VAKANUM en síðar á árinu verða birt gæðaviðmið fyrir aðra flokka gistingar.
Lesa meira

Hjólum til framtíðar 2014, okkar vegir – okkar val

Hjólaráðstefnan Hjólum til framtíðar 2014, okkar vegir – okkar val verður haldin í Iðnó 19. september kl. 9-16. Þrír fyrirlesarar koma erlendis frá en auk þeirra eru fjölmargir innlendir fyrirlesarar.
Lesa meira

Fjárlagafrumvarp 2015

Vegna frétta í fjölmiðlum um fyrirhugaðan niðurskurð á framlögum til Ferðamálastofu í nýkynntu fjárlagafrumvarpi er vert að taka fram að í raun er um óverulegar breytingar að ræða. Skýrist lækkunin af tilfærslu fjármuna milli fjárlagaliða.
Lesa meira

Tilnefnd til World Responsible Tourism Awards 2014

Ísland á verðuga fulltrúa við val World Responsible Tourism Awards 2014 verðlaunanna, sem nú verða veitt í 10. sinn. Verðlaun eru veitt í alls 11 flokkum.
Lesa meira

Golfing World með þátt frá Vestmannaeyjum

Golfing World heimsótti Vestmannaeyjar í fyrr í sumar á meðan Icelandair Volcano Open mótið stóð yfir. Stöðin nýtur feykilegra vinsælda hjá golfáhugafólki um allan heim.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, til uppbyggingar á ferðamananstöðum árið 2015. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 15. október 2014.
Lesa meira

Hver er staðan? – Upplýsingafundur vegna eldsumbrota í Holuhrauni

Samtök Ferðaþjónustunnar í samstarfi við Almannavarnir, Ferðamálastofu og Íslandsstofu, boða til opins upplýsingafundar vegna eldsumbrota í Holuhrauni. Fundurinn verður haldinn 10. september kl. 15:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.
Lesa meira

Fleiri ferðamenn en allt árið 2012

Þótt enn sé þriðjungur eftir af árinu eru erlendir ferðamenn orðnir fleiri en árið 2012, fyrir aðeins tveimur árum. Þeir voru 153.400 í ágúst, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem gerir tæplega 700 þúsund ferðamenn frá áramótum
Lesa meira

Kortlagning á auðlindum ferðaþjónustunnar á fullum skriði

Nú er í fullum gangi verkefni um kortlagningu á auðlindum ferðaþjónustunnar sem aðdráttarafls fyrir ferðamenn á landsvísu. Lokaafurð verkefnisins er gagnagrunnur sem nýst getur hagsmunaaðilum við þróun og uppbyggingu í greininni.
Lesa meira