Fara í efni

Skráning á námskeið fyrir starfsfólk í upplýsingagjöf

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra þá sem starfa við upplýsingagjöf til ferðamanna. Það verður haldið í Reykjavík 3. júní og sent út á Netinu.

Við viljum ítreka að námskeiðið er einnig opið starfsmönnum gististaða, bensínstöðva, sundlauga o.s.frv. Ferðamálastofa greiðir ferðakostnað þátttakenda en einnig er boðið upp á fjarfundi fyrir þá sem þess óska. Dagskráin er eftirfarandi:

12:30 Skráning og afhending gagna
13:00 Mikilvægi upplýsingamiðstöðva
     – Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir sérfræðingur hjá Ferðamálastofu.
13:10 Hvar finn ég fyrirtæki í ferðaþjónustu? Gagnagrunnur og leitarvél Ferðamálastofu
     – Halldór Arinbjarnarson upplýsingastjóri Ferðamálastofu.
13:30 Ólíkir menningarheimar. Þjónusta og samskipti
     - Áslaug Briem verkefnastjóri gæðamála hjá Ferðamálastofu.
14:00 Allt um þjónustu
     – Örnámskeið með Helgu Braga
14:45 Kaffi/Te
15:00 Öryggismál í ferðaþjónustu
     - Jónas Guðmundsson verkefnisstjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörgu.

Skráningareyðublað

Skráningu lýkur 20. maí og verða fundarstaðir auglýstir stuttu eftir það.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.