Fara í efni

Hvatningarverðlaun Íslandsbanka - umsóknir

Hvatningarverðlaun Íslandsbanka eru veitt fyrirtækjum í ferðaþjónustu og eiga að vera þeim hvatning til að efla nýsköpun og uppbyggingu. Öll íslensk ferðaþjónstufyrirtæki geta sótt um.

Þann 16. maí verða 2 fyrirtæki tilkynnt sem verðlaunahafar Hvatningarverðlauna Íslandsbanka. Afhending verðlauna fer fram á ITW ferðakaupastefnunni á Radisson Blu Hótel Saga í Reykjavík.

Verðlaun

1. sæti 800.000 kr
2. sæti 400.000 kr
Þrír aðilar með víðtæka reynslu og þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu skipa dómnefnd sem mun velja fyrirtækin sem hljóta eiga verðlaun:

Formaður dómnefndar er Kristín Hrönn Guðmundsdóttir,viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, Guðný Pálsdóttir, eigandi og stofnandi IcelandReps, og Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, kristin.gudmundsdottir@islandsbanki.is

Nánari upplýsingar og umsóknarform