Fara í efni

Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu

©arctic-images.com
©arctic-images.com

BJÓÐENDUR VINSAMLEGAST ATHUGIÐ:
Ákveðið hefur verið að fresta opnun tilboða til 28.05.2014 kl. 14:00.
Fyrirspurnarfrestur færist þar með til 21.05.2014 og frestur til að svara fyrirspurnum til 23.05.2014.

Ríkiskaup, fyrir hönd Ferðamálastofu óska eftir tilboðum í kortlagningu á auðlindum ferðaþjónustunnar á landsvísu. Lokaafurð verkefnisins er gagnagrunnur sem nýst getur hagsmunaaðilum við þróun og uppbyggingu í ferðaþjónustu.

Verkefnið er fjórskipt:

  • Í fyrsta hluta skal lista upp stök (t.d. staði eða náttúrufyrirbæri) eftir 26 þematengdum kortaþekjum. Sjá nánar kafla 4.2.
  • Í öðrum hluta skal meta aðdráttarafl, aðgengi og eignarhald í samvinnu við samráðshópa (sem skipaðir eru af Ferðamálastofu í samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila)
  • Í þriðja hluta skal m.a. lýsa staki sem fengið hefur matseinkunn aðdráttarafls 2 eða 3 í meðferð samráðshóps og skrá hnit þess. Sjá nánar kafla 4.
  • Í fjórða hluta skal staðfesta réttmæti gagna, skrá viðeigandi breytingar og skila afurð verkefnis með skráningu í gagnagrunn. Sjá nánar kafla 4.

Markmið útboðsins er að fá sem flestar lýsingar/fullunnin stök skráð í gagnagrunn fyrir ráðstöfunarfjárhæð sem er 15 milljónir kr. án vsk fyrir árið 2014. Afhendingartími afurðar er 1. nóvember 2014.

Til greina kemur að auka við verkefnið fram yfir það sem lagt er upp með hér. Engin skuldbinding er þó um slíkt af hálfu kaupanda. Sjá nánar í kafla 3.5.

Gerðar eru þær kröfur til bjóðenda að þeir hafi háskólagráðu, BS hið minnsta, mjög góða íslenskukunnáttu í ræðu og riti, staðgóða þekkingu á ferðamennsku, sögu, menningu og náttúru landsins, stundi fagleg vinnubrögð við heimildarleit og framsetningu efnis, geti greint aðalatriði frá aukaatriðum, séu jákvæðir og liprir í samskiptum og hafi góða almenna tölvukunnáttu.

Hægt er að nálgast útboðsgögn á vefsvæði útboðsins á www.rikiskaup.is frá og með deginum í dag, miðvikudeginum 7. maí 2014. Verð á útboðsgögnum er 3.500 kr. Tilboð verða opnuð í húsakynnum Ríkiskaupa þriðjudaginn 20. maí 2014 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Nánari upplýsingar og útboðsgögn á vef Ríkiskaupa