Fréttir

Nýsköpunarverðlaun SAF 2014 - Auglýst eftir tilnefningum

Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun samtakanna fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 krónum fyrir verkefnið.
Lesa meira

88.300 ferðamenn í september

Um 88 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 15.100 fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 20,6% milli ára. Ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í september frá því mælingar hófust.
Lesa meira

Norðursigling í VAKANN.

Fyrirtækið Norðursigling (North Sailing) var stofnað árið 1995 á Húsavík til rekstar á fyrsta skipi félagsins, Knerrinum, sem bræðurnir Árni og Hörður Sigurbjarnarsynir höfðu bjargað frá eyðileggingu og gert upp til hvalaskoðunar. Síðar bættist Heimir Harðarson, sonur Harðar, í eigendahópinn.
Lesa meira

Skriðuklaustur, nýr liðsmaður VAKANS.

Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður í Fljótsdal er nýr þátttakandi en það er fyrsta menningarsetrið í VAKANUM
Lesa meira

Vestnorden í 29. sinnn

Vestnorden Travel Mart ferðakaupstefnuna hófst í dag í Laugardalshöll. Hún er nú haldin í 29. sinn og er mikilvægasta kaupstefnan í ferðaþjónustu sem haldin er á Norður-Atlantshafssvæðinu. Rúmlega 600 gestir sækja kaupstefnuna í ár; ferðaþjónustuaðilar landanna þriggja auk kaupenda ferðaþjónustu frá öllum heimshornum.
Lesa meira

Óskað umsagna um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar.
Lesa meira

Íslandsferðin uppfyllir væntingar vetrargesta

Ýmsar áhugaverðar niðurstöður er að finna í könnun meðal erlendra ferðamanna sem Maskína sá um að framkvæma fyrir Ferðamálastofu. Niðurstöður úr svörum þeirra gesta sem heimsóttu landið síðastliðinn vetur liggja nú fyrir og í árslok verða birtar niðurstöður úr svörum sumargesta 2014.
Lesa meira

Íslenskir þjóðstígar - Stefnumótun um gönguleiðir

Út er komin skýrsla um verkefnið Íslenskir þjóðstígar sem unnið var af EFLU verkfræðistofu í samvinnu við Ferðamálastofu og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Viðfangsefni verkefnisins var að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi (e. National Footpaths) en innan þess yrðu vinsælustu gönguleiðir landsins.
Lesa meira

Umhverfisverðlaun 2014 - óskað eftir tilnefningum

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2014. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða aðilum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.
Lesa meira

Ferðamálaþing 2014 haldið í Hörpu 29. október

Ferðamálaþingið 2014 verður haldið í Hörpu miðvikudaginn 29. október. Megináhersla þetta árið verður á gæðamálin og þau tímamót að í ár er hálf öld frá stofnun Ferðamálaráðs Íslands.
Lesa meira