Fara í efni

Í ferðahug fyrir Íslendinga

Í ferðahug fyrir Íslendinga

Í ferðahug eru stutt myndbönd með Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur, matreiðslu- og sjónvarpskonu, framleidd fyrir Ferðamálastofu og markaðsstofur landshlutanna. Tilgangurinn er að hvetja Íslendinga til að ferðast um landið sitt, skoða, upplifa og njóta. Einnig minna þau okkur á ábyrga ferðamennsku og góða umgengni.

Áttu mynd úr berjamó?

Fyrsta myndbandið sem fór í loftið er um ber og berjatínslu þar sem fólki er boðið að taka þátt í skemmtilegum leið með því að deila myndum sínum frá berjamó haustsins. Ef fólk sendir myndirnar á Instagram með hashtagginu#berjamó, og hefur opið fyrir staðsetningarþjónustuna í símanum, birtast myndirnar eftir staðsetningum á myndakorti af Íslandi. Reglulega eru valdar áhugaverðar myndir og eigendur þeirra vinna vegleg verðlaun sem tengjast ferðalögum innanlands.

Nánar á www.ferdalag.is

Facebook-síða ferdalag.is