Fréttir

Samstarf leiði til skilvirkari þjónustu

Síðastliðinn fimmtudag undirrituðu Ferðamálastofa, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands samkomulag um samstarfsverkefni sem ætlað er að leiða til betri og skilvirkari þjónustu þessara aðila til stuðnings íslenskrar ferðaþjónustu.
Lesa meira

61 þúsund ferðamenn í nóvember

Um 61 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nóvember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 14.400 fleiri en í nóvember á síðasta ári. Aukningin nemur 31% milli ára. Ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í nóvember frá því að mælingar hófust.
Lesa meira

Ísland allt árið - auglýst eftir samstarfsaðilum

Ísland – allt árið er markaðsverkefni sem hefur þann tilgang að festa ferðaþjónustu í sessi sem heilsársatvinnugrein og auka arðsemi af greininni. Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að veita á næstu tveim árum allt að 200 milljónum króna á ári til verkefnisins, enda sé samanlagt framlag annarra þátttakenda ekki lægri fjárhæð. Því er nú stefnt að gerð nýs samnings fyrir árin 2015 og 2016 en núgildandi samningur rennur út í lok þessa árs.
Lesa meira

Ferðaþjónustan skilar drjúgt til þjóðarbúsins

Samkvæmt glænýjum tölum Hagstofunnar var ferðaþjónusta í fyrsta skipti stærsti þjónustuliður í bæði inn- og útflutningi á þriðja ársfjórðungi 2014 og var afgangur af henni 37,4 milljarðar króna.
Lesa meira

Snæfellingar hlutu Skipulagsverðlaunin 2014

Svæðisskipulag Snæfellsness 2014 – 2026, Andi Snæfellsness – Auðlind til sóknar, hlaut í liðinni viku Skipulagsverðlaunin 2014 sem Skipulagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir. Áhersla verðlaunanna í ár var á skipulagsgerð í tengslum við ferðaþjónustu.
Lesa meira

Einstök íslensk upplifun: Vegur til vaxtar

Út er komin handbókin Einstök íslensk upplifun: Vegur til vaxtar, sem unnin er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Íslandsstofu, Markaðsstofu Norðurlands og markaðsstofur landshlutanna.
Lesa meira

Aukning um einn og hálfan milljarð í október

Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 7,1 milljarðar króna í október sem er 1,5 milljarða króna aukning frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Á síðustu 12 mánuðum hefur erlend greiðslukortavelta aukist um 28%.
Lesa meira

Ísland uppáhalds Evrópulandið

Ísland komst enn á ný í efsta sætið í árlegri könnun bresku blaðanna Guardian og Observer á uppáhalds Evrópulandi lesenda þeirra. Verðlaunin voru afhent um helgina og veitti , Ingvar Örn Ingvarsson þeim viðtöku fyrir hönd Íslandsstofu.
Lesa meira

Millilandaflug um aðra flugvelli landsins

Tíu landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum hafa tekið höndum saman við að berjast fyrir annarri gátt inn í landið. Sendu þau í gær frá sér ályktun þar að lútandi.
Lesa meira

„Það er kominn gestur“ – saga ferðaþjónustu á Íslandi

Á afmælisdegi Samtaka ferðaþjónustunnar þann 11. nóvember síðastliðinn kom út bókin „Það er kominn gestur“ – saga ferðaþjónustu á Íslandi. SAF gefa bókina út og styrkti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið útgáfuna með myndarlegum hætti.
Lesa meira