Fara í efni

Hver er staðan? – Upplýsingafundur vegna eldsumbrota í Holuhrauni

Hver er staðan? – Upplýsingafundur vegna eldsumbrota í Holuhrauni

Samtök Ferðaþjónustunnar í samstarfi við Almannavarnir, Ferðamálastofu og Íslandsstofu, boða til opins upplýsingafundar vegna eldsumbrota í Holuhrauni. Fundurinn verður haldinn 10. september kl. 15:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að láta sig málefnið varða og mæta á fundinn.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið saf@saf.is. Heitt á könnunni og allir velkomnir. Fundarstjóri er Grímur Sæmundsen, formaður SAF

Dagskrá:

  • Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, útskýrir stöðuna á svæðinu og ræðir opnanir og lokanir.
  • Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur hjá Ferðamálastofu, ræðir ábyrgð ferðaþjónustuaðila í ferðum þar sem áhætta er metin mikil.
  • Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, kynnir verkefni í tengslum við erlend almannatengsl.