Fara í efni

Golfing World með þátt frá Vestmannaeyjum

Golfing World með þátt frá Vestmannaeyjum

Golfing World heimsótti Vestmannaeyjar í fyrr í sumar á meðan Icelandair Volcano Open mótið stóð yfir. Stöðin nýtur feykilegra vinsælda hjá golfáhugafólki um allan heim.

Sérstakur þáttur var gerður um mótið og var byrjað að sýna hann fyrir nokkru hjá stöðinni. Að sögn Magnúsar Oddssonar hjá Golf Iceland er þetta fimmta myndbandið sem Golfing Word gerir og tekur til sýninga eftir heimsóknir til Íslands og eins og fyrri myndbönd þeirra verður það mikið sýnt í golfþáttum stöðvarinnar um allan heim.

Myndbandið frá Vestmananeyjum má nálgast hér að neðan.