30.12.2014
Á dögunum voru kynnt úrslit í hugmyndasamkeppni um deiliskipulag og hönnun Landmannalaugasvæðisins. Sveitarfélagið Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta efndi til samkeppninnar, sem styrkt var af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Lesa meira
22.12.2014
Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar ásamt umhverfismati.
Lesa meira
19.12.2014
Niðurstöður úr könnun meðal erlendra ferðamanna sem heimsóttu landið í sumar liggja nú fyrir. Um er að ræða framhald könnunar sem Maskína sá um að framkvæma fyrir Ferðamálastofu síðastliðinn vetur en niðurstöður úr þeirri könnun voru birtar í september síðastliðnum á vef Ferðamálastofu. Síðasta könnun Ferðamálastofu á meðal sumargesta var gerð árið 2011.
Lesa meira
19.12.2014
Aðstandendur markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hafa skrifað undir nýjan samning sem gildir út árið 2016. Stjórnvöld munu leggja til allt að 200 milljónir á ári gegn jafn háu mótframlagi frá samstarfsaðilunum; Icelandair, Landsbankanum, Reykjavíkurborg og Samtökum ferðaþjónustunnar.
Lesa meira
18.12.2014
Í gistihluta VAKANS hafa nú bæst við gæðaviðmið fyrir gistiheimili og heimagistingu en viðmið fyrir hótel voru kynnt fyrr á árinu. Því geta allir sem reka gististaði í þessum þremur flokkum sótt um stjörnuflokkun nú þegar.
Lesa meira
17.12.2014
Niðurstöður liggja nú fyrir úr nýlegri könnun um viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi könnunina fyrir Ferðamálastofu en hún er liður í rannsóknarverkefni um samfélagsleg þolmörk sem Ferðamálastofa stendur að í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og Háskólann á Hólum.
Lesa meira
16.12.2014
Íslandsstofa tekur þátt í ýmsum ferðaviðburðum fyrir Íslands hönd á komandi ári. Þar gefst íslenskum aðilum í ferðaþjónustu tækifæri til að hitta ferðasöluaðila á hverjum markaði fyrir sig.
Lesa meira
09.12.2014
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti í morgun frumvarp til laga um náttúrupassa. Markmið frumvarpsins er að afla nægjanlegs fjármagns til að stórauka nauðsynlega uppbyggingu, viðhald og verndun á ferðamannastöðum og efla um leið öryggismál ferðamanna.
Lesa meira
08.12.2014
Gistinætur á hótelum í október voru 183.600 sem er 16% aukning miðað við október 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 82% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 23% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 7%. Yfir tólf mánaða tímabil hefur fjöldi gistinátta aukist um 14%.
Lesa meira
05.12.2014
Kristín Sóley Björnsdóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf sem forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF).
Lesa meira