Fara í efni

Millilandaflug um aðra flugvelli landsins

Hengifoss í Fljótsdal. ©arctic-images.com
Hengifoss í Fljótsdal. ©arctic-images.com

Tíu landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum hafa tekið höndum saman við að berjast fyrir annarri gátt inn í landið. Sendu þau í gær frá sér ályktun þar að lútandi.

Í ályktuninni eru taldar fram ástæður fyrir því að skynsamlegt væri að byggja upp millilandaflug á fleiri stöðum en nú er, m.a. til að dreifa betur álagi af ferðamennsku, vegna krafna sem heyrist í auknum mæli frá erlendum ferðaþjónustuaðilum um aukna fjölbreytni og valkosti í ferðum til Íslands og vegna byggðasjónarmiða. Samtökin skora á stjórnvöld að beita sér fyrir breyttri stefnu hvað millilandaflug um Ísland varðar og opna aðra gátt inn í landið.

Tilkynningin í heild