Fara í efni

Ísland uppáhalds Evrópulandið

©arctic-images.com
©arctic-images.com

Ísland komst enn á ný í efsta sætið í árlegri könnun bresku blaðanna Guardian og Observer á uppáhalds Evrópulandi lesenda þeirra. Verðlaunin voru afhent um helgina og veitti , Ingvar Örn Ingvarsson þeim viðtöku fyrir hönd Íslandsstofu.

Verðlaunin eru veitt í nokkrum flokkum og byggja á niðurstöðum könnunar sem The Guardian gerir árlega á meðal lesenda sinna. Eru lesendur eru beðnir að meta þá þjónustu sem þeir fá í ferðalögum sínum með því að gefa henni einkunn.

Ísland hlaut verðlaunin fyrst árið 2003, aftur tveimur árum síðar og nú síðast fyrir tveimur árum. Gríðarlegur áhugi er á Íslandi þessi misserin í Bretlandi og í frétt á vef Íslandsstofu kemur fram að gestir við verðlaunaafhendinguna hafi haft á orði að fáir áfangastaðir væru eins aðgengilegir, spennandi og ævintýralegir og Ísland. Malta og Tékkland skipuðu næstu sæti.

Listi yfir vinningshafa Guardian Observer 2014