Fara í efni

Ferðaþjónustan skilar drjúgt til þjóðarbúsins

Samkvæmt glænýjum tölum Hagstofunnar var ferðaþjónusta í fyrsta skipti stærsti þjónustuliður í bæði inn- og útflutningi á þriðja ársfjórðungi 2014 og var afgangur af henni 37,4 milljarðar króna.

Heildarútflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi 2014 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 173,3 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 93,1 milljarður. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 80,2 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi en var jákvæður um 69,9 milljarða á sama tíma árið 2013 á gengi hvors árs.

Ferðaþjónusta er í fyrsta skipti stærsti þjónustuliður í bæði inn- og útflutningi og var afgangur af henni 37,4 milljarðar. Útflutningur hennar nam 66,9 milljörðum og innflutningur 29,5 milljörðum. Afgangur vegna ferðaþjónustu voru rúmir 27 milljarðar á sama ársfjórðungi árið 2013.

Nánar á vef Hagstofunnar