Fara í efni

Gistinóttum hótela fjölgaði um 19% í september

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í september. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Fækkun Íslendinga

Gistinætur á hótelum í september voru 199.300 sem er 19% aukning miðað við september 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 83% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 26% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 5%. Yfir tólf mánaða tímabil hefur fjöldi gistinátta aukist um 14%.

Flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu um 125.100 sem er 15% aukning miðað við september 2013. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 27.600 og hefur gistinóttum á Suðurlandi fjölgað um 29% samanborið við september 2013. Erlendir gestir með flestar gistinætur í september voru; Bandaríkjamenn með rúmlega 37.700, Bretar 21.300 og Þjóðverjar með rúmlega 19.000 gistinætur.

Nýting í september 2014

Nýting hótelherbergja í september var best á höfuðborgarsvæðinu eða tæplega 85%. Á Suðurnesjum var 60% nýting á herbergjum.

Gistinætur hótela í september 2014

Gistinætur