Fara í efni

„Það er kominn gestur“ – saga ferðaþjónustu á Íslandi

Ráðherra með fyrrverandi og núverandi form. SAF.
Ráðherra með fyrrverandi og núverandi form. SAF.

Á afmælisdegi Samtaka ferðaþjónustunnar þann 11. nóvember síðastliðinn kom út bókin „Það er kominn gestur“ – saga ferðaþjónustu á Íslandi. SAF gefa bókina út og styrkti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið útgáfuna með myndarlegum hætti.

Höfundar verksins eru Helga Guðrún Johnson og Sigurveig Jónsdóttir, sem hafa unnið mikið við að skrá sögu atvinnulífsins. Í bókinni hafa þær kappkostað að gera frumkvöðlum í ferðaþjónustu skil og rekja þessa miklu sögu með frásögnum þeirra sem riðu á vaðið og stóðu fyrir nýbreytni. Það er léttur blær yfir frásögninni og bókin er búin fjölmörgum ljósmyndum sem glæða söguna lífi.

Í ritnefnd sátu: Hildur Jónsdóttir, Farvegur ehf. -formaður nefndarinnar, Áslaug Alfreðsdóttir, Hótel Ísafirði, Guðjón Arngrímsson Icelandair, Helga Haraldsdóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og Magnús Oddsson, fyrrv. ferðamálastjóri.

Hægt verður að kaupa bókina á skrifstofu SAF og í bókaverslunum.

Mynd: Frá afhendingu bókarinnar: Grímur Sæmundsen, formaður SAF, Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála og Árni Gunnarsson, fv. formaður SAF.