Fara í efni

Einstök íslensk upplifun: Vegur til vaxtar

Forsíða bókarinnar
Forsíða bókarinnar

Út er komin handbókin Einstök íslensk upplifun: Vegur til vaxtar, sem unnin er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Íslandsstofu, Markaðsstofu Norðurlands og markaðsstofur landshlutanna.

Fyrir hverja?

Tilgangur handbókarinnar er að aðstoða fyrirtæki við að auka tekjumöguleika sína með áherslu á upplifun ferðamanna og tengja betur vöruþróun fyrirtækja við markaðsáherslur Íslandsstofu. Handbókin inniheldur hagnýtar upplýsingar og útskýringar um það hvernig fyrirtæki geta:

1. Þróað vörur sínar og ferla þeim tengda til að styðja við og bæta upplifun gesta sinna

2. Skoðað einkenni markhóps íslenskrar ferðaþjónustu – hins upplýsta ferðamanns

3. Markaðssett afurð sína sem upplifun

Erlendar fyrirmyndir

Handbókin er unnin með hliðsjón af sambærilegum handbókum sem gefnar hafa verið útmeðal annars í Kanada ogÁstralíu. Hún byggir einnig á efni fráFinnlandi semunnið var af LEO (LaplandCenter of Expertise for the Experience Economy).

Byggt á rannsóknum

Kaflar og gátlistar varðandi vef og samfélagsmiðla eru byggðir á rannsókn sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Markaðsstofu Norðurlands. Kaflar um hinn upplýsta ferðamann og lykilþætti hinnar íslensku upplifunar eru byggðir á efni frá Íslandsstofu.

Höfundar

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands vann og ritstýrði handbókinni en auk hennar hafa unnið að verkefninu Selma Dögg Sigurjónsdóttir verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Katrín Dröfn Guðmundsdóttir þjóðfræðingur.

Að nálgast handbókina

Settur hefur verið upp vefurinn einstokupplifun.is með efni bókarinnar og hún er einnig aðgengileg í heild í vefútgáfu.