Fara í efni

Staða þekkingar í ferðaþjónustu - Örráðstefna

© arctic-images.com
© arctic-images.com

Fimmtudaginn 24. október kl. 17.00-18.00 gengst Rannsóknamiðstöð ferðamála fyrir "örráðstefnu" í í Öskju – náttúrfræðihúsi Háskóla Íslands undir yfirskriftinni "Staða þekkingar í ferðaþjónustu". Ráðstefnan fer fram í aðalsal (stofa 132).

 

Á liðnu ári hafa tvær ítarlegar skýrslur erlendra ráðgjafa komið út um stöðu og horfur í íslenskri ferðaþjónustu, sem og greining GEKON um virðisauka í ferðaþjónustu. Síðsumars kom svo út fyrsta heildstæða ritið um íslensk ferðamál og Ferðamálastofa vann ítarlega greiningu á rannsóknaþörf. Ætla mætti að með þessu sé komin traustur þekkingargrunnur íslenskrar ferðaþjónustu. Á þessari þriðju örráðstefnu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála verður spurt hvort svo sé og þá að hvaða leyti. Þannig munu frummælendur leitast við að skýra sína afstöðu til stöðu þekkingar og hvernig það sem komið er geti nýst til framdráttar umræðu um ferðamál á Íslandi.

Fundurinn hefst á örfáum aðfararorðum um tilefni og tilurð fundarins. Þar á eftir munu frummælendur stíga á stokk og í stuttum 5 mínútna glærulausum erindum lýsa sinni afstöðu til stöðu þekkingar. Að því loknu verður opnað fyrir umræður og spurningar og eru aðilar úr greininni sem og fjölmiðlafólk sérstaklega hvatt til að mæta í þágu hreinskiptinnar og opinnar umræðu.

Frummælendur á örþingi eru:

Dr. Rögnvaldur Ólafsson, Háskóli Íslands, formaður stjórnar RMF
Valgerður Rún Benediktsdóttir, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, Land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands
Halldór Benjamín Þorbergsson, Icelandair Group
Dr. Hilmar Bragi Janusson, Forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands

Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband við Edward H. Huijbens, Rannsóknamiðstöð ferðamála, edward@unak.is