Fara í efni

Innanríkisráðherra og borgaryfirvöld greindu frá framtíðaráformum um Reykjavíkurflugvöll

Reykjavíkurflugvöllur - mynd af vef ISAVIA.
Reykjavíkurflugvöllur - mynd af vef ISAVIA.

Innanríkisráðherra og borgaryfirvöld greindu frá framtíðaráformum um Reykjavíkurflugvöll í dag.

Áætlað er að norður-suðurbraut á Reykjavíkurflugvelli fari ekki árið 2016 heldur verði áfram á sínum stað, í það minnsta til ársins 2022. Þannig verði hægt að tryggja áfram flugsamgöngur frá höfuðborgarsvæðinu til annarra landshluta.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, boðuðu sameiginlega til í dag.

Á blaðamannfundinum kom fram að Reykjavikurborg væri reiðubuin að setjast niður með rikinu og ræða framhaldið

Í framhaldinu stendur svo til að kanna önnur möguleg svæði fyrir framtíðarflugvöll. Ragna Árnadóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og núverandi aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, mun leiða það starf.